Færsluflokkur: Bloggar

Og hvað þýddi þetta á Íslensku?

Birgir má eiga það að hann er orðin ansi lunkinn í að tala Pólitísku.  Hvernig mátti skilja þetta viðtal?  Lítið sagt í mörgum orðum.  Hef það sterklega á tilfinningunni að það eigi að búa til eina nefndina enn sem tekur sér langan tíma í að starfa, er samsett af einstaklingum sem ekki þora að taka af skarið og málið verði þar með sjálfdautt í skurðum gleymskunnar þegar allt er yfirstaðið og búið að hlekkja tvær til þrjár kynslóðir í klafa. 
mbl.is Vill erlenda sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna tókst þér að minnka fylgi flokksins, enn frekar.

Það er einhvernvegin svo að Sjálfstæðisflokkurinn eða öllu heldur mörum þingmönnum hans hefur undanfarið tekist að sýna á sér sérstakt sleifarlag og vandræðagang.  Flestir hafa þó haft sig lítið í frammi, sem út af fyrir sig er mjög umhugsunarvert, þegar ástandið kallar á viðbrögð.  Þeir sem hafa hins vegar tjáð sig virðast ráðvilltir og einhvernvegin ekki inn í myndinni. Ég vil nú reyndar undanskilja Pétur Blöndal í því.   Geir kom ekki vel út úr viðtalinu og núna tekst Birgi að líta út eins og að hann sé sérstakur hagsmunagæslumaður auðmanna. Ég hef kosið flokkinn um áratuga skeið en viðurkenni að nú er blái liturinn hjá mér farin að upplitast.  Það versta er að eiga lélegt val þegar litið er til annarra flokka.  Sé ekki nema tvennt í stöðunni.  Annað hvort þurfa nýir flokkar með nýjum áherslum ásamt nýju fólki að sjá dagsins ljós hér á Íslandi, eða að það þarf að hreinsa til í þeim flokkum sem fyrir eru.  Þá erum við ekki aðeins að tala um fólkið í brúnni heldur heilu áhafnirnar.  Þykist vita að það eru margir úti í samfélaginu sem eru til í að taka þjóðarskútuna að sér og sigla henni í höfn. Allavega að koma henni af skerinu.  
mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Erlendur Árni Garðarsson

Höfundur

Erlendur Árni Garðarsson
Erlendur Árni Garðarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband